Um Sjúkrahúsið

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað

Um Sjúkrahúsið á Akureyri

Um Sjúkrahúsið á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum.

Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu.

Sjúkrahúsið á Akureyri er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun. Vottunaraðilinn er alþjóðlega fyrirtækið DNV GL sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á þessu sviði í heiminum. Jafnframt hlaut SAk vottun á allri sinni starfsemi samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum.

Starfsemi sjúkrahússins er skipt upp í þrjú klínísk svið auk fjármálasviðs og er einn framkvæmdastjóri yfir hverju þeirra.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra bráða- og þróunarsviðs og framkvæmdastjóri lækninga gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra handlækningasviðs.

ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112