VÝsindi og menntun

Deild kennslu, vÝsinda og gŠ­a sÚr um skipulagningu, umsjˇn og eftirlit me­ ÷llu ■vÝ sem lřtur a­ faglegum ■ßttum vi­ mˇtt÷ku nema, haldlei­slu unglŠkna,

Deild kennslu, vÝsinda og gŠ­a

Deild kennslu, vísinda og gæðaDeild kennslu, vísinda og gæða sér um skipulagningu, umsjón og eftirlit með öllu því sem lýtur að faglegum þáttum við móttöku nema, haldleiðslu unglækna, gæðamálum, símenntun, rannsóknum og þróun kennslu og vísindastarfsemi, þvert á allar starfseiningar sjúkrahússins. Undir eininguna heyra fræðslustjóri, gæðastjóri, upplýsingafræðingur, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans, sýkingavarnarhjúkrunarfræðingur og sjúkrahúsprestur, auk sérfræðinga í hjúkrun. 

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er Sjúkrahúsið á Akureyri kennslusjúkrahús sem veitir jafnframt almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi.

Sjúkrahúsið á Akureyri annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á Akureyri, auk þess sem það tekur þátt í starfsnámi annarra háskólanema og framhaldsskólanema í grunn- og framhaldsnámi á heilbrigðissviði í samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir og skóla.

Töluvert er um að starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri stundi vísindarannsóknir eða séu með þátttöku í verkefnum á heilbrigðissviði, á innlendum sem og alþjóðlegum vettvangi. Starfsmenn sjúkrahússins, sem sinna kennslu og rannsóknum, starfa náið með þeim háskóladeildum er sjúkrahúsinu tengjast.

Heilbrigðisvísindasafn og endurlífgunarráð Sjúkrahússins á Akureyri tilheyra deildinni auk þess sem náin samvinna er milli deildarinnar og starfsemi Sjúkraflutningaskólans. 

Forstöðumaður deildar kennslu, vísinda og gæða er Hildigunnur Svavarsdóttir.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112