Heilbrigðisvísindasafn Sjúkrahússins á Akureyri er rannsókna- og sérfræðisafn á heilbrigðissviði.
Safnið er öllum opið en er þó fyrst og fremst ætlað starfsfólki stofnunarinnar, kennurum og nemendum í heilbrigðisgreinum. Hlutverk safnsins er stuðla að áframhaldandi menntun starfsfólks með því að afla upplýsinga á sviði heilbrigðisvísinda og gera þær aðgengilegar. Áhersla er lögð á aðgang að gögnum á rafrænu formi.
Afgreiðslutími safnsins er kl. 8:30 til 16:00 virka daga.
Safnið er á 2. hæð sjúkrahússins og gengið inn um inngang B.
Safngögnin eru skráð í Gegni og öllum er heimilt að fá lánað út á kennitölu.
Flestar bækur, aðrar en handbækur eru lánaðar út í 14 daga en tímaritin eru ekki lánuð út.
Á safninu starfar Ingveldur Tryggva Petreudóttir upplýsingafræðingur, netfang ingveldur@sak.is og sími 463-0829.
Uppfært: þri 3.nóv 2020