Heilbrigðisvísindasafn Sjúkrahússins á Akureyri er rannsókna- og sérfræðisafn á heilbrigðissviði.
Safnið er öllum opið en er þó fyrst og fremst ætlað starfsfólki stofnunarinnar, kennurum og nemendum í heilbrigðisgreinum. Hlutverk safnsins er stuðla að áframhaldandi menntun starfsfólks með því að afla upplýsinga á sviði heilbrigðisvísinda og gera þær aðgengilegar. Áhersla er lögð á aðgang að gögnum á rafrænu formi.
Safnið er á 2. hæð sjúkrahússins og gengið inn um inngang B.
Uppfært: þri 12.júl 2022