Starfsþjálfun heilbrigðisstétta

Sjúkrahúsið á Akureyri annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á Akureyri, auk þess sem það tekur þátt í starfsnámi annarra

Starfsþjálfun heilbrigðisstétta

Sjúkrahúsið á Akureyri annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á Akureyri, auk þess sem það tekur þátt í starfsnámi annarra háskólanema og framhaldsskólanema í samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir og skóla.

Allir nemar undirrita yfirlýsingu um þagnarskyldu á meðan þeir stunda verknám á sjúkrahúsinu og gildir hún áfram að verknámi loknu. Einnig undirrita þeir yfirlýsingu vegna aðgangs að sjúkraskrárkerfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þagnarskyldu- og trúnaðaryfirlýsing
Þagnarskyldu- og trúnaðaryfirlýsing - enska 

Nemar fá úthlutað auðkenniskortum SAk sem þeir þurfa að bera á meðan verknámi stendur og eru auðkenniskort frá öðrum stofnunum ekki tekin gild.

Öllum nemum sem hafa unnið á, legið á eða hafa fengið meðferð á erlendum sjúkrastofnunum sl. sex mánuði er skylt að fara í MÓSA ræktun (Meticillín Ónæmur Staphylococcus Aureus) viku áður en verknámið hefst. Þá er þeim ráðlagt að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu B.

Upplýsingablað fyrir nema 

Á ensku - upplýsingar og skjöl til undirskriftar

Information sheet for students

Nánari upplýsingar veitir Hugrún Hjörleifsdóttir námsstjóri.
Starfsþjálfun nema heyrir undir deild mennta og vísinda. Forstöðumaður er Laufey Hrólfsdóttir.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112