LŠknakandÝdatar

┴gŠti lŠknakandÝdat. Til Sj˙krah˙ssins ß Akureyri leitar fˇlk me­ mismunandi vandamßl, svo sem algenga minni hßttar ßverka, flˇknari fj÷lßverka,

LŠknakandÝdatar

Ágæti læknakandídat.

Til Sjúkrahússins á Akureyri leitar fólk með mismunandi vandamál, svo sem algenga minni háttar áverka, flóknari fjöláverka, margbreytilega lyflæknisfræðilega sjúkdóma og sérhæfð vandamál tengd skurðlækningum. Þar starfa sérfræðingar á fjölmörgum sviðum læknisfræðinnar og er spítalinn vel til þess fallinn að taka á móti læknakandídötum og miðla til þeirra reynslu og þekkingu í starfsumhverfi sem einkennist af náinni samvinnu og persónulegu andrúmslofti.

Kandídatsárið er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri öðlast kandídatar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr læknadeild, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða almennra lækna.

Hafir þú áhuga á að starfa með reyndum sérfræðingum í faglegu umhverfi og fjölbreyttum aðstæðum þá er SAk rétti staðurinn fyrir þig. Vertu velkomin(n) til Akureyrar.

Fræðslustjóri er Hugrún Hjörleifsdóttir
Kennslustjóri er Hannes Petersen.

Við upphaf kandídatsárs

Kandídatinn í starfi

   

Fyrir umsækjendur

Gagnlegt efni

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112