Ágæti læknakandídat.
Til Sjúkrahússins á Akureyri leitar fólk með mismunandi vandamál, svo sem algenga minni háttar áverka, flóknari fjöláverka, margbreytilega lyflæknisfræðilega sjúkdóma og sérhæfð vandamál tengd skurðlækningum. Þar starfa sérfræðingar á fjölmörgum sviðum læknisfræðinnar og er spítalinn vel til þess fallinn að taka á móti læknakandídötum og miðla til þeirra reynslu og þekkingu í starfsumhverfi sem einkennist af náinni samvinnu og persónulegu andrúmslofti.
Kandídatsárið er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri öðlast kandídatar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr læknadeild, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða almennra lækna.
Hafir þú áhuga á að starfa með reyndum sérfræðingum í faglegu umhverfi og fjölbreyttum aðstæðum þá er SAk rétti staðurinn fyrir þig. Vertu velkomin(n) til Akureyrar.
Forstöðumaður deildar mennta, vísinda og gæða er Laufey Hrólfsdóttir.
Námsstjóri er Hugrún Hjörleifsdóttir.
Kennslustjóri er Hannes Petersen.
Við upphaf kandídatsárs |
Kandídatinn í starfi |
|
|
Fyrir umsækjendur |
Gagnlegt efni |
Uppfært: þri 22.maí 2018