VÝsindastefna

FramtÝ­arsřn og stefna Forsendur gˇ­rar heilbrig­is■jˇnustu eru rannsˇknir og ■rˇunarvinna ßsamt m÷guleikum til a­ nřta sÚr nřjaá■ekkingu. Íflugt

VÝsindastefna Sj˙krah˙ssins ß Akureyri

Framtíðarsýn og stefna

Forsendur góðrar heilbrigðisþjónustu eru rannsóknir og þróunarvinna ásamt möguleikum til að nýta sér nýja þekkingu. Öflugt vísindastarf við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eflir gæði þjónustu, mannauð og gerir það að aðlaðandi vinnustað fyrir framsækið fagfólk. Stærð og landfræðileg staðsetning sjúkrahússins gefur góða möguleika á þverfaglegu samstarfi og rannsóknum á heilbrigðismálum þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins.

Stefna ber að því að SAk verði hlutgengur aðili í vísindarannsóknum á Íslandi og eftirsóknarverður samstarfsaðili fyrir innlendar og erlendar stofnanir. Þess verði gætt að viðfangsefnin nái til grunnrannsókna, klínískra rannsókna og lýðheilsurannsókna. Lögð verði áhersla á samvinnu hinna ýmsu fagaðila og samkeppnishæfni rannsókna á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Sjúkrahúsið hvetji starfsfólk sitt og veiti ásættanlega aðstöðu til rannsókna. Fjárstuðningur stjórnvalda til vísindarannsókna á SAk verði sambærilegur við það sem þekkist hjá norrænum kennslusjúkrahúsum.

Framkvæmd

 • Gerð verði árleg úttekt á stöðu vísindastarfs við SAk sem undirstaða fyrir eftirfylgni vísindastefnunnar.
 • Stuðlað verði að myndun rannsóknahópa, gjarnan þverfaglegra, þar sem litið er til sérstöðu SAk.
 • Stuðlað verði að samvinnu við innlendar og erlendar vísindastofnanir s.s. samstarfssamningar um sameiginleg vísindaverkefni, klíníska gagnagrunna og tengdar stöður vísindamanna.
 • Leitast verði við að aðlaga klíníska vinnu rannsakenda þannig að þeir geti stundað vísindavinnu samhliða starfi.
 • Tryggt verði að vísindamenn og rannsóknarhópar hafi húsnæði, aðgang að sjúklingum, legudeildum og tækjabúnaði á spítalanum eftir því sem klínísk notkun þessarar aðstöðu leyfir.
 • Skipulögð verði fagleg aðstoð við vísindavinnu, leyfisumsóknir og öflun styrkja.
 • Stuðlað verði að uppbyggingu lífsýnabanka og rafrænna gagnabanka þar sem vísindamönnum sjúkrahússins er tryggður aðgangur til að svara vísindalegum spurningum.
 • Efla skal vísindasjóð SAk, sem úthlutar styrkjum eftir umsóknarferli þar sem umsóknir eru metnar með jafningjamati. Stefnt skuli að því að a.m.k. 0,1% af veltu SAk fari í vísindasjóðinn til að byrja með og markmiðið sé 0,5% af veltunni.
 • Unnið verði að öflun utanaðkomandi fjármagns til vísindastarfa á SAk.
 • Í ársskýrslu SAk komi upplýsingar um vísindastarfsemi við sjúkrahúsið á viðkomandi ári skýrt fram, ásamt því hvaða fjármunum SAk hefur varið til hennar.
 • Vísindastarf á SAk verði markvisst kynnt almenningi og stjórnvöldum.

Ábyrgð

 • Vísindaráð SAk er ráðgefandi um vísindastarf á sjúkrahúsinu.
 • Vísindastefnan skal endurskoðuð á þriggja ára fresti og samþykkt af framkvæmdastjórn SAk.
 • Framkvæmd vísindastefnu er í höndum stjórnenda deilda SAk og deildar kennslu, vísinda og gæða með stuðningi framkvæmdastjórnar.
 • Sjúkrahúsið ber lögbundna ábyrgð á öllum gögnum um sjúklinga og lífsýnum sem safnað er á vegum SAk.

Samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar Sjúkrahússins á Akureyri 14. janúar 2015.

Vísindastefna Sjúkrahússins á Akureyri (pdf)

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112